Samþætting við Shopify felst í því að sækja Payday puplic app í Shopify.

Um Shopify viðbótina

Shopify viðbótin er public app sem viðskiptavinur sækir hér. Appið kostar 11$ á mánuði.

Helstu eiginleikar viðbótarinnar:

  • Tengdir eru saman greiðslumátar (payment methods) úr Shopify við bókhaldlykla úr Payday.
  • Þegar pöntun er gerð í Shopify þá skráist viðskiptavinur inn í Payday út frá netfangi eða kennitölu viðskiptavinar. Sjá frekari stillingar.
  • Þegar pöntun er gerð í Shopify þá skráist greiddur reikningur inn í Payday með viðeigandi bókhaldlykli.
  • Valmöguleiki að senda reikning á tölvupósti þegar reikningur er stofnaður.  


Forkröfur til þess að nota Shopify viðbótina

  • Viðskiptavinur þarf að vera skráður í Allur pakkinn.
  • Þegar tæknileg uppsetning hefur átt sér stað hjá Payday verður sendur hlekkur annað hvort í gegnum spjallið á viðkomandi eða í tölvupósti.
  • Smelltu á hlekkinn og fylgdu næstum skrefum.


Tengdar greinar


Uppsetning á Shopify viðbótinni

Þegar smellt er á hlekkinn þarf fyrst að veita viðbótinni aðgang að gögnunum úr versluninni þinni. 

Smellt er á Install App

Þegar verslunin er búin að setja upp viðbótina (getur tekið nokkrar sekúndur) þá ætti að birtast gluggi sem biður þig að skrá þig inn með ClientId og ClientSecret.

Þessar upplýsingar eru aðgengilegar inni í Payday undir Stillingar > Fyrirtæki > Samþættingar.

Smelltu á  Bæta við

Afritaðu ClientID og ClientSecret yfir á í dálkana og smelltu á Staðfesta.  

ATH. API Endpoint skal vera stillt á Production nema ef um þróunarumhverfi sé um að ræða.

Núna ættir þú að sjá stillingarsíðuna þar sem þú getur tengt saman greiðslulyklana þína úr Payday og greiðslumátana sem eru í boði inn á Shopify. 

Þegar þú smellir á Save ætti viðbótin að vista stillingarnar og þegar ný pöntun verður til inni í Shopify þá verður til greiddur reikningur inn í Payday merktur þínum greiðslulykli. 

Þetta fer alfarið eftir þínum stillingum.

Ef þín greiðsluþjónusta birtist ekki í fellilistanum, hafðu þá endilega samband við okkur hjá Payday og biddu okkur um að uppfæra listann fyrir þig. 

ATH. Ráðlegt er að hafa einn bókhaldslykil inni í Payday fyrir hverja greiðsluþjónustu inni í Shopify. 


Núna ætti allt að ganga upp ef skattastillingarnar eru réttar hjá þér inni á Shopify. 


Stofna bókhaldslykil í Payday

Ef greiðslumátinn þinn í Shopify þarf á sér bókhaldslykli að halda þá þarftu að stofna nýjan bókhaldslykil inni í Payday.

Ráðlegt er að hafa einn bókhaldslykill fyrir hverja greiðslugátt.

Tökum dæmi:
Í Shopify versluninni minni býð ég viðskiptavinum mínum að greiða með kreditkorti (Valitor) þegar þeir gera pöntun. Farðu undir Bókhald > Bókhaldslyklar og smelltu á Nýr lykill.

Gefðu bókhaldslyklinum skýrt nafn og lýsingu. Veldu síðan tegundina "Aðrir veltufjármunir (skammtímaeignir)" og RSK lykilinn "Viðskiptakröfur (5130)".

Til þess að stofna bókhaldlykil inni í Payday sem mun birtast í Shopify þarf að haka við Tekur á móti greiðslum.

Smelltu að lokum á Vista.

ATH. Þegar nýr lykill er stofnaður þá þarf að gera "Disconnect" og "Connect" aftur í Payday Shopify appinu til að lykillinn birtist í stillingum.

Ef þig vantar frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur á hjalp@payday.is