Kerfið sér sjálfkrafa um skil og vöruskipti frá Shopify. Þessi grein fer yfir hvernig það ferli virkar.


Hvernig skil og vöruskipti eru frábrugðin endurgreiðslum

Endurgreiðslur geta átt sér stað með eða án skila, en skil í Shopify er formlegt ferli sem hefst þegar skilabeiðni er stofnuð og lýkur þegar þeirri beiðni er lokað.

Þegar skil eru lokuð býr kerfið til kreditreikning í Payday út frá þeim vörum sem voru endurgreiddar og hugsanlegum sendingarkostnaði vegna skilanna.

Vöruskipti eru sérstakt form skila þar sem nýjar vörur eru sendar til viðskiptavinarins í stað þeirra sem skilað var.


Hvernig skil virka

Þegar þú lokar skilum í Shopify byrjar kerfið að búa til kreditreikning í Payday, reikningurinn birtist venjulega innan um það bil 30 sekúndna eftir að skilunum er lokað (getur tekið lengri tíma ef mikið álag er á kerfinu)


Hvað er innifalið í skilareikningi

Skilareikningur inniheldur:

  • Allar vörur sem endurgreiddar voru vegna skilanna
  • Sendingarkostnað vegna skila (ef á við)
  • Allar endurgreiðslur sem voru framkvæmdar áður en skilin voru lokuð


Sendingarkostnaður vegna skila

Ef þú rukkar viðskiptavininn fyrir sendingarkostnað vegna skila, birtist hann sem sérstök lína á kreditreikning.

Þessi sendingarkostnaður dregst frá inneigninni, þannig að viðskiptavinur fær lægri upphæð endurgreidda.

Dæmi:

Viðskiptavinur skilar 2 vörum að heildarvirði 5.000 kr.

Þú rukkar 500 kr. fyrir sendingu vegna skilanna.

Kreditreikningar sýnir þá:

  • Skilaðar vörur: 5.000 kr. inneign
  • Sendingarkostnaður vegna skila: 500 kr.
  • Niðustaða: Viðskiptavinur fær 4.500 kr. endurgreiddar


Skil með mörgum endugreiðslum

Endurgreiðslur sem eru framkvæmdar áður en skilum er lokað

Ef þú framkvæmir margar endurgreiðslur áður en skilum er lokað verða þær sameinaðar í einn kreditreikning.

Dæmi:

1. Þú stofnar skilabeiðni fyrir 3 vörum

2. Þú framkvæmir svo endurgreiðslu fyrir 2 vörum (skilin enn opin)

3. Síðar framkvæmir þú endurgreiðslu fyrir 1 vöru í viðbót og lokar síðan skilunum.

4. Einn kreditreikningur stofnast sem sýnir allar 3 vörurnar sem var skilað og endurgreitt fyrir


Endurgreiðslur sem eru framkvæmdar eftir að skilum er lokað

Ef þú framkvæmir endurgreiðslu eftir að skilum hefur verið lokað verður sú endurgreiðsla ekki innifalin í kreditreikningnum sem búinn var til þegar skilunum var lokað. Í staðinn verður búinn til nýr reikningur á þeim tíma sem endurgreiðslan er framkvæmd.

Dæmi:

Dagur 1. Viðskiptavinur skilar 3 vörum. Þú framkvæmir endurgreiðslu fyrir 2 þeirra 

Dagur 2. Þú lokar skilunum, Einn kreditreikningur stofnast þá fyrir 2 endurgreiddum vörum

Dagur 3. Þú framkvæmir endurgreiðslu fyrir þriðju vöruna. Annar kreditreikningur er þá stofnaður einungis fyrir þá vöru


Skil þar sem ekki allar vörur eru endurgreiddar

Stundum getur komið upp að þú samþykkir skil en endurgreiðir ekki fyrir allar vörurnar. Þetta getur gerst þegar þú tekur vörur aftur á lager án þess að endurgreiða þær eða að vöruskipti eru í vinnslu.

Í slíkum tilfellum gildir eftirfarandi:

Reikningurinn mun aðeins sýna þær vörur sem þú raunverulega endurgreiddir. Ef þú endurgreiddir engar vörur en rukkaðir fyrir sendingarkostnað vegna skilanna færð þú reikning sem sýnir eingöngu sendingargjaldið. Ef þú hvorki endurgreiddir vöru nér rukkaðir sendingargjald þá stofnast enginn kreditreikningur.


Hvernig vöruskipti virka

Hvað eru vöruskipti?

Í Shopify eru vöruskipti þegar viðskiptavinur skilar vörum og fær aðrar vörur í staðinn.

Dæmi:

Viðskiptavinur skilar skyrtu í stærðinni M og fær í staðinn skyrtu í L.


Meginmunur á skilum og vöruskiptum

Skil eru unnin strax þegar skilunum er lokað

Vöruskipti eru unnin aðeins eftir að allar greiðslur hafa verið afgreiddar að fullu


Af hverju vöruskipti krefjast fullnaðarafgreiðslu

Afgreitt (settled) þýðir að allar greiðslur hafa verið kláraðar og það eru engar greiðslur sem bíða. Í tilfelli vöruskipta geta þetta verið annað hvort endurgreiðsla sem viðskiptavinur hefur rétt á eða gjald sem sem þín verslun á inni.


Af hverju við bíðum eftir fullnaðarafgreiðslu

Til að tryggja að reikningur fyrir vöruskipti sé réttur þurfum við að vita lokaupphæðir fyrir bæði skilaðar vörur og nýju vörurnar.

Hvað þetta þýðir fyrir þig

  • Þú getur lokað vöruskiptunum í Shopify þegar ferlið er fullklárað
  • Þegar allar endurgreiðslur og gjöld hafa verið fullunnar og afgreiddar mun forritið búa til reikning fyrir vöruskiptunum í Payday

Dæmi

  • Viðskiptavinur skilar skyrtu í stærðinni L (6.000 kr.)
  • Þú bætir við skyrtu í stærðinni M (5.000 kr.) í vöruskiptin
  • Þú endurgreiðir viðskiptavininum 1.000 kr. mismuninn
  • Þegar endurgreiðslan er afgreidd býr forritið til reikning fyrir vöruskiptin sem sýnir báðar vörurnar. Eina sem endurgreiðslu og aðra sem gjald, og greiðslumismuninn


Vöruskipti sem leiða til gjalda

Ekki öll vöruskipti eru endurgreiðslur

Stundum kostar varan sem viðskiptavinur fær í skiptum meira en sú sem hann skilar, eða (mjög sjaldan) kostar sending vegna skila meira en virði skiluðu vörunnar. Í slíkum tilfellum skuldar viðskiptavinurinn versluninni peninga í stað þess að fá endurgreiðslu.

Þegar vöruskipti leiða til greiðslu frá viðskiptavini

Ef vöruskiptin leiða til þess að viðskiptavinurinn skuldar þér peninga verður reikningurinn ekki búinn til fyrr en greiðslan hefur verið framkvæmd. Þegar greiðslan hefur verið fullafgreidd verður reikningurinn búinn til í Payday.

Dæmi

Viðskiptavinur skilar vöru að verðmæti 5.000 kr. og skiptir henni fyrir vöru að verðmæti 10.000 kr. Viðskiptavinurinn skuldar 5.000 kr.

  • Reikningur fyrir vöruskiptunum verður ekki búinn til fyrr en viðskiptavinurinn greiðir 5.000 kr.
  • Þegar greiðslan er fullafgreidd birtist reikningurinn í Payday og sýnir vöruskiptin


Munu skilin/vöruskiptin stofna reikning?

AðstæðaSjálfvirkur reikningur?Athugasemdir
Skil með endurgreiðslum✅ JáUnnið þegar skilunum er lokað
Skil með sendingargjaldi✅ JáSýnir sendingargjald sem gjald
Skil án endurgreiðslna❌ NeiEkkert til að reikningsfæra
Vöruskipti (viðskiptavinur fær endurgreiðslu)✅ JáEftir að allar greiðslur eru afgreiddar
Vöruskipti (viðskiptavinur skuldar peninga)✅ JáEftir að greiðsla hefur verið innheimt og afgreidd


Tengdar greinar

Shopify - Endurgreiðslur

Shopify - Algengar spurningar

Samþætting við Shopify

Shopify - Vörubirgðir

Shopify - Kennitala viðskiptavinar

Shopify - Sérsniðin greiðslumáti