Hvernig virka endurgreiðslur í Shopify?

Kerfið býr sjállfkrafa til kreditreikning þegar þú framkvæmir endurgreiðslu í Shopify. Flestar endurgreiðslur virka sjálfvirkt en það eru þó nokkrar mikilvægar undantekningar sem er mikilvægt að þekkja.


Þegar endurgreiðslur virka sjálfkrafa

Kerfið býr sjálfkrafa til kreditreikninga í  Payday fyrir eftirfarandi endurgreiðslur:

  • Full endurgreiðsla - Þegar öll pöntun er endurgreidd
  • Vara á pöntun endurgreidd - Þegar ákveðin vara er endurgreidd á fullu verði
  • Sendingarkostnaður - Þegar sendingarkostnaður er endurgreiddur, með eða án vara

Hvernig þetta virkar:

Þegar þú framkvæmir endurgreiðslu í Shopify býr kerfið til kreditreikning á um 30 sekúndum (getur tekið lengri tíma ef mikið álag er á kerfinu). Kreditreikningurinn sýnir endurgreiddu hlutina í mínus, sem lækkar inneign eða skuld viðskiptavinarins.

Dæmi:

Viðskiptavinur skilar 2 vörum úr pöntun með 5 vörum. Þú velur þessar tvær vörur í endurgreiðslu viðmótinu í Shopify og framkvæmir endurgreiðsluna. Kerfið býr þá sjálfkrafa til kreditreikning í Payday þar sem þessar tvær vörur eru í mínus.


Endurgreiðslur að hluta (Partial refunds) eru ekki studdar

Endurgreiðslur að hluta (partial refunds) eru ekki studdar og búa þá ekki til reikning sjálfkrafa.


Hvað er endurgreiðsla að hluta?

Endurgreiðsla að hluta er þegar þú breytir endurgreiðslu upphæðinni handvirkt í Shopify, Þetta felur í sér:

1. Að velja enga línuliði og slá bara inn upphæð

2. Að velja línuliði en breyta síðan upphæðinni sem Shopify leggur til

Dæmi:

  • Heildarupphæð pöntunar er 10.000 kr. Þú slærð in 5.000 kr. í reitinn fyrir endurgreiðslu upphæð án þess að velja hvaða vörur þú ert að endurgreiða - Þetta er endurgreiðsla að hluta (partial refunds)
  • Þú velur tvær vörur (tillaga að endurgreiðslu: 4.000kr.) en þú breytir upphæðinni í 3.000 kr. Þetta er einnig endurgreiðsla að hluta en kerfið veit þá ekki hvernig á að skipta þessum 3.000 kr. á milli þessara tveggja vara og því er þetta ekki stutt.


Hvað gerist ef ég geri endurgreiðslu að hluta (partial refund)?

Kerfið greinir að um endurgreiðslu að hluta sé að ræða og sleppir því að búa sjálfkrafa til reikning. Það þarf þá að búa til kreditreikning handvirkt í Payday.


Hvernig á að forðast endurgreiðslu að hluta (partial refund)

Veldu alltaf vöru sem á að endurgreiða og ekki breyta upphæðinni sem Shopify leggur til ef þú hefur valið vörurnar heldur notar þú upphæðina sem kerfið reiknar sjálfkrafa. Ef endurgreiða þarf ákveðna upphæð þá þarf að búa til kreditreikning handvirkt í Payday.


Endurgreiðslur á sendingarkostnaði

Endurgreiðslur á sendingarkostnaði með vörum:

Þegar þú endurgreiðir sendingarkostnað ásamt vörum (línuliðum) er sendingar endurgreiðslan sjálfkrafa á kreditreikningum sem stofnast í Payday sem sérstök lína með réttri VSK prósentu.

Endurgreiðsla aðeins á sendingarkostnaði:

Ef þú endurgreiðir einungis sendingarkostnað án þess að endurgreiða vörur mun kerfið samt búa til kreditreikning einungis fyrir þessum sendingarkostnaði.

Dæmi:

Viðskiptavinur greiddi fyrir hraðsendingu en þú notaðir hefðbundna sendingu í staðinn. Þú getur þá endurgreitt aðeins mismuninn í sendarkostnaði og kerfið stofnar þá kreditreikning fyrir sendingarkostnaði.

Mikilvægt er að hafa í huga að þú verður að framkvæma þessa endurgreiðslu með því að velja sendingarlínuliðinn í endurgreiðslu viðmótinu í Shopify. Ef þú slærð inn upphæð handvirkt á þess að velja sendingarlínuliðinn er það talið sem endurgreiðsla að hluta og þá verður kreditreikningur ekki til sjálfkrafa.


Mun endurgreiðslan búa til kreditreikning sjálfkrafa?

Tegund endurgreiðsluSjálfvirkur reikningur?Athugasemdir
Full endurgreiðsla á línulið✅ JáVeldu vörur í endurgreiðslu viðmótinu í Shopify
Endurgreiðsla að hluta (handvirk upphæð)❌ NeiBúa þarf til reikning handvirkt í Payday
Endurgreiðsla á sendingu með vörum✅ JáInnifalin á sama reikningi
Aðeins sendingarendurgreiðsla✅ JáReikningur sýnir aðeins sendinguna
Endurgreiðsla sem hluti af skilum✅ JáFerli lýkur þegar skil eru staðfest


Tengdar greinar

Shopify - Algengar spurningar

Shopify - Skil og vöruskipti

Samþætting við Shopify

Shopify - Vörubirgðir

Shopify - Kennitala viðskiptavinar

Shopify - Sérsniðin greiðslumáti