Um þessa grein

Þessi grein er til þess að aðstoða þig við að tengja sérsniðinn greiðslumáta (Custom Payment Type) úr Shopify POS við bókhaldslykil í Payday Shopify appinu.

Forkröfur

  • Ef þú ert ekki með Payday Shopify appið uppsett þá getur þú fylgt eftirfarandi hjálpargrein við uppsetningu á samþættingu við Shopify: Samþætting við Shopify
  • Að vera með Shopify Point of Sale (POS) appið uppsett á snjallsíma eða spjaldtölvu.

Hvernig á að stofna sérsniðinn greiðslumáta (Custom Payment Type) í Shopify POS

Hvort sem þú ert nú þegar með sérsniðinn greiðslumáta eða ekki er gott að renna yfir ferlið í sameiningu.

Í Shopify þá smellirðu á Settings og velur síðan Payment types og að lokum velur Add custom payment type.

Þú gefur sérsniðna greiðslumátanum þínum lýsandi heiti sem mun birtast fyrir starfsmenn í Checkout glugganum við frágang á sölu.

Þetta nafn þarftu að halda utan um fyrir frekari uppsetningu.

 


Hvernig á að tengja sérsniðinn greiðslumáta (Custom Payment Type) úr Shopify POS við bókhaldslykil í Payday Shopify appinu

Þegar þú opnar Payday Shopify appið (Gerum ráð fyrir því að þú ert búinn að skrá þig inn) þá sérðu lista yfir þá bókhaldslykla sem þú hefur sett upp í Payday.

Ef þú sérð engan lista þá mælum við með að þú lesir yfir hjálpargreinina Samþætting við Shopify

Til þess að tengja sérsniðinn greiðslumáta við bókhaldslykil þá þarftu að velja Other undir Shopify Payment Gateway.

Síðan þarftu að slá inn nafn á sérsniðna greiðslumátanum undir Payment Gateway Value. Þetta gildi þarf að vera 100% það sama og nafnið sem þú gafst sérsniðna greiðslumátunum þínum áður. Passaðu vel upp lág- og hástafi og hvort það séu einhver bil.

Þú þarft einnig að fylla út dálkinn Payment Gateway Title. Þessi dálkur ræður því hvað birtist undir Athugasemdir á reikningum. 

Ef þig vantar frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur á hjalp@payday.is