Samþætting við Shopify felst í því að stilla upp Shopify viðbót sem tengist við Payday API.

Leiðbeiningar um uppsetningu á samþættingu við Shopify má finna hér.

Shopify - Vörubirgðir

Hvernig á stilla sjálfgegna staðsetningu?

  1. Opnaðu Integration with Payday Shopify appið.
  2. Undir Settings opnaðu Inventory flipann.
  3. Veldu sjálfgefna staðsetningu í fellilistanum.

Hvernig á að samstilla allar vörubirgðir?

  1. Opnaðu Integration with Payday Shopify appið.
  2. Undir Settings opnaðu Inventory flipann.
  3. Smelltu á Sync All Products For Location button.
  4. eða, Undir Products opnaðu Bulk Action.
  5. Smelltu á Sync ALL Products.

Hvernig á að samstilla eina vöru?

  1. Opnaðu Products gluggan. Þú finnur hlekkinn vinstra megin í appinu.
  2. Leitaðu eftir vörunni í leitarstikunnui.
  3. Smelltu á Sync n Variant ef þú getur (n er fjöldi vöruafbrigða).

Hvernig á að samstilla fleiri en eina vöru?

  1. Opnaðu Products gluggan. Þú finnur hlekkinn vinstra megin í appinu.
  2. Hakaðu við þær vörur sem þú villt samstilla.
  3. Opnaðu Bulk Actions 
  4. Smelltu á Sync n Variant ef þú getur (n er fjöldi vöruafbrigða).

Ef þig vantar frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur á hjalp@payday.is