Stillingar á starfsmönnum eru undir stillingar->starfsmenn->smellt á viðeigandi starfsmann.
Grunnupplýsingar:
Hér eru helstu upplýsingar skráðar eins og kennitala,nafn netfang vegna launaseðla, tungumál launaseðla og ráðningardagur.
Athugið að ef ekkert netfang er sett fær starfsmaður ekki launseðil á tölvupósti
Banki:
Undir þessum flipa setur þú bankareikning starfsmanns.
Laun:
Undir þessum flipa er hægt að stilla allt varðandi laun starfsmanns. Sem dæmi hlutfall skattkorts nýtt í Payday, uppsafnaður persónuafsláttur, og skattstofn. Ef starfsmaður er með laun á öðrum stað er sú upphæð sett inn undir skattstofn. Sjá nánar hér
Einnig er hægt að setja inn sjálfgefin laun eða frádrátt ef það á við.
Orlof:
í þessum flipa eru allar stillingar á orlofi.
Hvað starfsmaður fær marga orlofsdaga og hvernig orlofi er háttað, uppsöfnuð upphæð, uppsafnaðir tímar, uppsafnaðir dagar, greitt út eða lagt inn á banka.
Neðst er svo staða á uppsöfnuðu orlofi. Þar er einnig hægt að setja inn leiðréttingu á uppsöfnuðu orlofi.
Lífeyrissjóðir og stéttarfélag:
í þessum flipa er lífeyrissjóðir og stéttarfélag stillt á starfsmann.
Oft þarf notandanafn og lykilorð að launagreiðendavef þess lífeyrissjóð sem er verið að greiða í og er það sett þarna neðst. Ef villa kemur á skilagreinar lífeyrissjóða eða stéttarfélags er notandanafn og/eða lykilorð rangt set þarna inn. Sjá meira hér.
Tengdar greinar:
Ekki tókst að senda skilagreinar lífeyrissjóða og/eða stéttarfélags