Hvernig greiði ég mér laun?

Avatar

Skrifað af Payday

uppfært fyrir 11 dögum

Þú greiðir þér laun með því að smella á Laun og ný launakeyrsla

Þar birtist útborgunarsíða með öllum virkum starfsmönnum þar sem allar tölur tengdar útborguninni koma fram sbr. greiðslur í lífeyrissjóð, staðgreiðslu o.s.fr.v. Þar er líka hægt að bæta við launa- og frádráttar liðum.

Payday millifærir ekki launin sjálfkrafa, hægt er að láta stofna greiðslubunka fyrir millifærslu launa sem þarf að staðfesta í netbankanum og þá eru launin millifærð, þetta er stillit undir stillingar->fyrirtæki->banki og haka við að greiðslubunki er stofnaður við millifærslu launa, ef þessi stilling er ekki valinn þá þarf að millifæra útborguð laun handvirkt. 

Payday sendir skilagreinar staðgreiðslu 13. hvers mánaðar og 20.hvers mánaðar fyrir lífeyrissjóði, þú færð svo rukkun í netbanka í kjölfarið frá þeim. Hafa skal því í huga að gera launakeyrslu nýliðs mánaðar fyrir 12 næsta mánaðar. S.s greiða út laun fyrir ágúst fyrir 12 september ef þú vilt að payday skili sjálfvirkt inn skilagreinum fyrir staðgreiðslu.

Þú getur nálgast launaseðla í Payday hvenær sem er og eru þeir í samræmi við hefðbundna launaseðla þar sem fram kemur m.a laun, mótframlag launagreiðanda, staðgreiðsla, greiðsla í lífeyrissjóð og upplýsingar um nýttan persónuafslátt. Það er alfarið á þinni ábyrgð að upplýsingar um launareikning, stéttarfélag og lífeyrissjóð séu réttar.


Svaraði þetta spurningunni þinni?