Hvernig greiði ég mér laun?

Avatar

Skrifað af Payday

uppfært yfir 2 árum síðan

Þú greiðir þér laun með því að smella á plús táknið við "Laun" í veftrénu vinstra megin á vefsíðunni eftir að hafa skráð þig inní kerfið .

Þar birtist útborgunarsíða þar sem allar tölur tengdar útborguninni koma fram sbr. greiðslur í lífeyrissjóð, staðgreiðslu o.s.fr.v. Þar er líka hægt að bæta við ökutækjastyrk, dagpeningum og bifreiðastyrk.

Þú stýrir því hvenær þú kýst að fá greidd út laun og geta launagreiðslur verið hvenær sem er mánaðarins og eins oft í mánuði og þú vilt.

Þú getur nálgast launaseðla í Payday hvenær sem er og eru þeir í samræmi við hefðbundna launaseðla þar sem fram kemur m.a laun, mótframlag launagreiðanda, staðgreiðsla, greiðsla í lífeyrissjóð og upplýsingar um nýttan persónuafslátt. Það er alfarið á þinni ábyrgð að upplýsingar um launareikning, stéttarfélag og lífeyrissjóð séu réttar.

Payday sendir skilagreinar til lífeyrissjóða og stéttarfélaga sjálfkrafa inn til viðkomandi sjóða.

Svaraði þetta spurningunni þinni?