Fara á Payday.is

Þú greiðir þér laun með því að smella á Laun og "Ný launakeyrsla".

Þar birtist útborgunarsíða með öllum virkum starfsmönnum þar sem allar tölur tengdar útborguninni koma fram sbr. greiðslur í lífeyrissjóð, staðgreiðslu o.s.frv. Þar er líka hægt að bæta við launa- og frádráttarliðum. Passa þarf að velja rétt tímabil.


Greiðslubunkar

Payday millifærir ekki launin sjálfkrafa en hægt er að láta stofna greiðslubunka fyrir millifærslu launa sem þarf að staðfesta í netbankanum og þá eru launin millifærð. Þetta er stillt undir Stillingar > Fyrirtæki > Banki og hakað við að greiðslubunki sé stofnaður við millifærslu launa. Ef þessi stilling er ekki valinn þá þarf að millifæra útborguð laun handvirkt. 

Hvar finn ég greiðslubunka í netbankanum?

  • Hjá Íslandsbanka finnur þú þá undir Greiðslur > Greiðsluskrár > Yfirlit
  • Hjá Landsbankanum finnur þú þá undir Innlendar greiðslur > Greiðslubunkar > Geymdir
  • Hjá Arion banka finnur þú þá undir Greiðslubunkar > Bunkar í vinnslu


Skilagreinar

Skilagreinar er hægt að senda með einföldum hætti og er það stillt undir Stillingar flipanum í launakeyrslunni. Hægt er að velja um að skilagreinar séu sendar á eindaga, sendar strax, á ákveðinni dagsetningu eða að skilagreinar séu ekki sendar.

Launaseðlar

Þú getur nálgast launaseðla í Payday hvenær sem er og eru þeir í samræmi við hefðbundna launaseðla þar sem fram kemur m.a. laun, mótframlag launagreiðanda, staðgreiðsla, greiðsla í lífeyrissjóði og upplýsingar um nýttan persónuafslátt. Það er alfarið á þinni ábyrgð að upplýsingar um launareikning, stéttarfélag og lífeyrissjóð séu réttar.

Saga

Hægt er að sjá undir saga í launakeyrslu hver stofnaði launakeyrsluna og hvort greiðslubunki hafi verið stofnaður