Ef sending skilagreina hefur mistekist getur það oft stafað af röngum stillingum á notandanafni eða lykilorði sem tengjast viðkomandi lífeyrissjóði eða stéttarfélagi. Hér er hvernig þú getur leyst það:
Athugaðu innslegnar stillingar:
- Farðu í Stillingar > Starfsmenn > Lífeyrissjóðir og Stéttarfélag.
- Fullvissaðu þig um að notandanafn og lykilorð séu rétt slegin inn fyrir viðkomandi sjóð eða félag. Notendanafnið er alltaf kennitala rekstur.
Sjálfvirk endursending:
- Þegar leiðréttingin hefur farið fram, mun kerfið sjálfkrafa reyna að senda skilagreinar aftur á hverjum morgni í 7 daga frá stofnun launakeyrslu.
Senda skilagreinar strax:
- Hægt er að senda skilagreinar handvirkt með því að fara í Yfirlit > Lífeyrissjóðir/Stéttarfélög.
- Smellir á þrjá punktana við skilagreinina sem á að senda og veldu „Senda núna“.