Búa til reikning:

Til þess að búa til reikning er smellt á sala->reikningar->nýr reikningur.


Valinn er viðskiptavinur sem er nú þegar til eða smellt á "nýr viðskiptavinur" til þess að búa til nýjan viðskiptavin.

Skrifað er inn lýsingu á hvað er verið að senda reikning fyrir eða vara valinn á reikninginn.

Magn slegið inn sem og upphæð án/með vsk og vsk prósenta valinn.

Hægt er að búa til fleiri línur á reikninginn með því að smella á "búa til nýja línu"

Bókunardsags,gjalddagi og eindagi valinn.

Hægt er að setja inn tilvísun sem getur verið verknúmer,tilvísun eða eitthvað sem tengist reikningnum.


Stillingar:

Undir stillingar er hægt að velja að hvort reikningur sé sendur í tölvupósti og netfang þá slegið inn.

Hægt er að velja gjaldmiðil.


Hægt er að senda reikninginnn rafrænt (XML). Reikningur er þá sendur beint í bókhaldið hjá viðskiptavin. Sjá meira hér: Rafrænir reikningar (XML)

Hægt að haka við "Greiddur" ef reikningur er nú þegar greiddur.

Hægt að haka við "krafa í netbanka" til þess að stofna kröfu í netbanka viðskiptavinar. Til þess að þetta sé hægt þarf að vera búið að tengja bankann við Payday undir stillingar->fyrirtæki->banki. Sjá meira hér: Bankatenging og kröfustofnun



Aðgerðir:

Þegar reikningur hefur verið stofnaður er hægt að smella á aðgerðir.

Þar koma aðgerðarhnappar þar sem t.d. hægt er að prenta reikning,endursenda í tölvupósti og sækja sem pdf.

Einnig er hægt að veita greiðslufrest, stofna kröfu og senda rafrænana reikning (ef það var ekki gert áður)

Ef reikningur var sendur vitlaus þarf að kreditfæra hann, sjá hér: Kreditfæra reikning



Tengdar greinar:

Bankatenging og kröfustofnun

Rafrænir reikningar (XML)

Kreditfæra reikning

Vistast ókláraðir reikningar?