Fara á Payday.is

Þegar reikningur hefur verið stofnaður þá fær hann úthlutað einkvæmu númer og þá er ekki hægt að eyða honum. Ef reikningur er t.d. vitlaus þá þarf að kreditfæra reikninginn sem er gert með því að fara inn í reikninginn í Payday og velja "Kreditfæra reikning" undir Aðgerðir flipanum. Ef krafa er til á bak við reikninginn þá eru hún felld niður á sama tíma og reikningurinn er kreditfærður.

Við þessa aðgerð þá verður til kreditreikningur (mínusreikningur) á móti upprunalega reikningnum og fær þá upprunalegi reikningurinn stöðuna "Kreditfærður".


Einnig er hægt að kreditfæra reikning með því að velja afrita reikning og breyta formerkjum á reikningnum (setja mínus fyrir framan upphæð) en þá verður til kreditreikningur.