Kreditfæra reikning

Avatar

Skrifað af Bjorn Hr Bjornsson

uppfært meira en 1 ár síðan

Þegar reikningur hefur verið stofnaður þá fær hann úthlutað einkvæmu númer og þá er ekki hægt að eyða honum. Ef reikningur er t.d. vitlaus þá þarf að kreditfæra reikninginn sem er gert með því að fara inn í reikninginn í Payday og velja "Aðgerðir -> Kreditfæra reikning". Ef krafa er til á bak við reikninginn þá eru hún felld niður á sama tíma og reikningurinn er kreditfærður.

Við þessa aðgerð þá verður til kreditreikningur (mínus reikningur) á móti upprunalega reikningnum og fær þá upprunalegi reikningurinn stöðuna "Kreditfærður".

Einungis er hægt að kreditfæra reikning sem er ógreiddur.

Ef það er búið að greiða fyrir reikninginn þá þarf að taka afrit af reikningnum með því að smella á "aðgerðir" og "afrita reikning". 


Næst breytir þú upphæðinni í mínus og stofnar svo reikninginn.


Svaraði þetta spurningunni þinni?