Eigin kröfuþjónusta

Skrifað af
uppfært um 2 árum síðan
Þú getur nýtt þína eigin kröfuþjónustu undir þjónustuleiðunum Allur pakkinn og Nettur. Við hvetjum alla til að nýta sér þessa nýju þjónustu því með henni birtast kröfur í netbanka viðskiptavinar þíns í nafni þíns reksturs og þú færð möguleika á að nýta þér milliinnheimtuþjónustu þess innheimtuaðila sem þú hefur valið þér, t.d. Motus, ef kröfur fást ekki greiddar.
Notendur í Allur pakkinn þjónustuleiðinni geta valið um að greiðslubunkar (greiðslubeiðni) stofnist í netbanka þegar launagreiðslur eru gerðar og þannig minnkar handavinnan og komið er í veg fyrir mistök. Athugið að greiðslubunkann þarf að staðfesta handvirkt í netbankanum til að greiðsla sé framkvæmd.
Til að nýta eigin kröfuþjónustu þarftu að byrja á því að sækja um kröfuþjónustu í þínum viðskiptabanka ásamt því að biðja um að vefnotandi fyrir bókhaldskerfi sé stofnaður. Að því loknu setur þú inn nokkrar stillingar undir Stillingar > Fyrirtæki > Bankaupplýsingar og þá er ferlinu lokið. Það kostar ekkert að setja upp kröfuþjónustu í þínum viðskiptabanka en bankinn tekur gjald þegar kröfur eru stofnaðar, greiddar og þeim breytt. Flest fyrirtæki leggja seðilgjald á kröfur til að standa fyrir þessum kostnaði en það er þitt val hvort þú gerir það.