Þú getur nýtt þína bankatengingu og kröfustofnun undir þjónustuleiðunum Allur pakkinn, Þéttur, Laun og Nettur. Við hvetjum alla til að nýta sér þessa þjónustu því með henni birtast kröfur í netbanka viðskiptavinar þíns, færslur á reikningum eru sóttar fyrir bókhaldið, hægt að stofna greiðslubunka og rafræn skjöl í netbanka.
Notendur í Allur pakkinn, Þéttur og Laun þjónustuleiðunum geta valið um að greiðslubunkar (greiðslubeiðni) stofnist í netbanka þegar launagreiðslur eru gerðar og þannig minnkar handavinnan og komið er í veg fyrir mistök. Athugið að greiðslubunkann þarf að staðfesta handvirkt í netbankanum til að greiðsla sé framkvæmd.
Stofna kröfu í netbanka:
Til að senda kröfur í netbanka viðskiptavina þinna þarftu að byrja á því að sækja um kröfuþjónustu í þínum viðskiptabanka. Að því loknu færð þú upplýsingar frá bankanum sem þú slærð inn undir Stillingar > Fyrirtæki > Banki og þá er ferlinu lokið. Það kostar ekkert að setja upp kröfuþjónustu í þínum viðskiptabanka en bankinn tekur gjald þegar kröfur eru stofnaðar, greiddar og þeim breytt. Flest fyrirtæki leggja seðilgjald á kröfur til að standa fyrir þessum kostnaði en það er þitt val hvort þú gerir það.
Bankatenging við Arion banka:
Þegar tengt er Payday við Arion banka eru nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga.
- Þegar reynt er að tengjast Arion í fyrsta skipti þá kemur villa frá bankanum og þá þarf að hringja í þjónustuver bankans í síma 444 7000 og biðja um að búnaðarskilríki séu virkjuð. Því næst smellir þú á vista og þá er tengingin komin milli Payday og Arion
Innborgunarreikningur
Hægt er að velja bankareikninginn sem greiðslur kröfum greiðast inn á.
Þriggja stafa auðkenni
Í flestum tilfellum eru þriggja stafa auðkennisnúmer eftirfarandi hjá þessum bönkum (í undantekningar tilfellum eru þau þó önnur)
Arion : 001
Íslandsbanki: IAA
Landsbankinn: 037