Hér að neðan er hin almenna regla sem gildir um virðisaukaskattskylda aðila:

  • Þeir sem eru með veltu undir 2.000.000 kr. á 12 mánaða tímabili þurfa ekki að skila virðisaukaskatti og þurfa því ekki að skrá sig á virðisaukaskattsskrá
  • Þeir sem eru með veltu yfir 2.000.000 kr. á 12 mánaða tímabili skulu skrá sig á virðisaukaskattsskrá og gera upp virðisaukaskatt á ársgrundvelli
  • Þeir sem eru með veltu yfir 4.000.000 kr. á 12 mánaða tímabili skulu skrá sig á virðisaukaskattsskrá og gera upp virðisaukaskatt á tveggja mánaða fresti

Það eru þó undantekningar á þessu sem þú ættir að kynna þér hvort eigi við um þinn rekstur.

Virðisaukaskattsskyldir aðilar skulu gera upp virðisaukaskatt eftir hvert uppgjörstímabil með greiðslu virðisaukaskatts ásamt virðisaukaskattsskýrslu.

Frekari upplýsingar um virðisaukaskatt eru að finna á síðu Skattsins:
https://www.rsk.is/atvinnurekstur/virdisaukaskattur/

Tengdar greinar

Hvað eru frádráttarbær útgjöld?
Skil á virðisaukaskatti (VSK skýrslum)
Leiðréttingarskýrsla VSK
VSK sundurliðun