Frádráttarbær útgjöld eru reikningar fyrir vörum og þjónustu sem hægt er að nota til að krefjast endurgreiðslu virðisaukaskatts.

Á innskattsreikning skal færa þann virðisaukaskatt sem heimilt er skv. 16. gr. laga nr. 50/1988 að telja til frádráttar við uppgjör á virðisaukaskatti.

Til innskatts er ekki heimilt að telja virðisaukaskatt af aðföngum er varða eftirfarandi:

  1. Kaffistofu eða mötuneyti skattaðila og hvers konar fæðiskaup hans.
  2. Öflun eða rekstur íbúðarhúsnæðis fyrir eiganda eða starfsmenn.
  3. Hlunnindi til eiganda eða starfsmanna.
  4. Öflun og rekstur orlofsheimila, sumarbústaða, barnaheimila og þess háttar fyrir eiganda eða starfsmenn.
  5. Risnu og gjafir.
  6. [Öflun, rekstur og leigu fólksbifreiða [---]13). Sama á við um [sendi-, vöru- og torfærubifreiðar]13) með leyfða heildarþyngd 5.000 kg eða minna sem ekki uppfylla skilyrði um burðargetu og lengd farmrýmis er [ráðherra]11)setur í reglugerð.]1) 6)


Hér má sjá lista yfir útgjaldaflokka þar sem farið er yfir hvað á heima á hverjum flokk: Útgjaldaflokkar