Frádráttarbær útgjöld eru reikningar fyrir vörum og þjónustu sem hægt er að nota til að krefjast endurgreiðslu virðisaukaskatts.
Á innskattsreikning skal færa þann virðisaukaskatt sem heimilt er skv. 16. gr. laga nr. 50/1988 að telja til frádráttar við uppgjör á virðisaukaskatti.
Til innskatts er ekki heimilt að telja virðisaukaskatt af aðföngum er varða eftirfarandi:
- Kaffistofu eða mötuneyti skattaðila og hvers konar fæðiskaup hans.
- Öflun eða rekstur íbúðarhúsnæðis fyrir eiganda eða starfsmenn.
- Hlunnindi til eiganda eða starfsmanna.
- Öflun og rekstur orlofsheimila, sumarbústaða, barnaheimila og þess háttar fyrir eiganda eða starfsmenn.
- Risnu og gjafir.
- [Öflun, rekstur og leigu fólksbifreiða [---]13). Sama á við um [sendi-, vöru- og torfærubifreiðar]13) með leyfða heildarþyngd 5.000 kg eða minna sem ekki uppfylla skilyrði um burðargetu og lengd farmrýmis er [ráðherra]11)setur í reglugerð.]1) 6)
Hér má sjá lista yfir útgjaldaflokka þar sem farið er yfir hvað á heima á hverjum flokk: Útgjaldaflokkar