Ef að VSK skýrsla var send röng inn til skattsins þá er hægt að senda leiðréttingarskýrslu í Payday.

Notandi byrjar þá að gera breytingu á skýrslunni, þá annað hvort bæta við reikningum eða útgjöldum á rétt uppgjörstímabil.

Næst er smellt á Yfirlit -> Virðisaukaskattur -> Aðgerðir -> Senda leiðréttingu.


Þá kemur upp yfirlit yfir VSK skýrsluna sem var send áður til Skattsins, hverjar nýju upphæðirnar verða og mismunurinn.

Ef þetta stemmir allt er smellt á Senda leiðréttingu og leiðréttingarskýrsla VSK er þá send inn til Skattsins.