Á þessari síðu er hægt á einfaldan hátt að færa inn útgjöld. Það eru þrjár leiðir til þess:

Ný útgjöld:

Ef valið er "Ný útgjöld" birtist skráningarsíða. Þar eru nauðsynlegar upplýsingar fylltar út. Ef ekkert er valið í "Dags. greiðslu" bókast gjaldfærsla og skuld við lánardrottinn. Ef greiðsludagsetning er valin færist einnig greiðslan á gjöldunum.

Sækja gögn úr banka:

Ef valið er "Sækja gögn úr banka" er hægt er að lesa inn færslur af bankareikningum og af kreditkortum. Byrja þarf á að sækja færslurnar og vista þær sem Excel skjal og síðan er skránni hlaðið inn. Þegar kerfið er búið að vinna úr skránni er hægt að velja viðeigandi bókhaldslykil, vsk prósentu o.s.frv. Einnig er hægt að sleppa því að bóka einhverjar færslur með því að taka hakið af fremst í línunni.

Hlaða upp skjali / Taka mynd af útgjöldum:

Ef valið er "Hlaða upp skjali / Taka mynd" er hægt að hlaða inn mynd af reikningi eða pdf skjali, þá reynir kerfið að lesa kennitölu, dagsetningu og upphæð.

Hægt er að hengja viðhengi svo sem mynd af reikningi við útgjaldafærslur.

Ekki er hægt að breyta/lagfæra útgjöld ef þau hafa verið stofnuð, því þarf í þeim tilfellum að eyða þeim og gera þau upp á nýtt.

Ekki allar færslur ættu að fara í gegnum útgjöld, sem dæmi greiðslur á launatengdum gjöldum sbr. staðgreiðslu, greiðslur í lífeyrissjóð, og tryggingargjald, greiðslur á vsk uppgjöri eða önnur opinber gjöld.

Slíkar færslur eru færðar í gegnum dagbók. Sjá nánar hér: Launatengd gjöld og Greiðslur á vsk


Tengdar greinar

Senda reikninga og kvittanir í tölvupósti beint inn í Payday

Taka á mót rafrænum reikningum beint í bókhaldið

Útgjaldaflokkar