Þegar laun og launatengd gjöld eru greidd þarf að færa þær færslur í gegnum dagbók í bókhaldi eða í gegnum afstemmingu.
Til að geta bókað er nauðsynlegt að hafa upplýsingar um upphæðir og dagsetningar á þessum greiðslum.
Dagbók:
Útborguð laun:
Útborguð laun eru færð á "Ógreidd laun" í fjárhag og á móti út af þeim bankareikningi sem launin voru greidd.
Staðgreiðsla og tryggingargjald:
Þegar staðgreiðsla og tryggingagjald er greitt er það fært á lánardrottininn Fjársýsla ríkisins og á móti út af þeim bankareikningi sem greitt er.
Lífeyrissjóðir og stéttarfélög:
Þegar greitt er í lífeyrissjóði og stéttarfélög er það fært á lánardrottin fyrir viðkomandi lífeyrissjóð/stéttarfélag og á móti út af þeim bankareikningi sem greitt er.
Afstemming:
Þegar laun og launatengd gjöld eru greidd kemur kerfið með tillögu að pörun. Aðeins þarf að staðfesta tillöguna með því að smella á græna tékk merkið í miðjunni.
Ef kerfið stingur ekki upp á pörun þarf að smella á laun og finna færslu sem á við. Ef enginn færsla finnst er hægt að skrifa "laun" í leitarvoxið og þá ætti færsla að finnast.
Tengdar greinar: