Það eru nokkir hlutir sem þarf að hafa í huga til þess að gæta fyllsta öryggis á þínum Payday aðgangi.
Val á lykilorði
Vanda þarf val á lykilorði fyrir Payday aðganginn þinn. Við mælum með því að velja lykilorð sem þú notar ekki á mörgum öðrum stöðum. Lykilorðið verður að innihalda minnst: átta stafi, einn tölustaf, eitt sértákn (#$@!%&*?), einn lágstaf og einn hástaf.
Ekki gefa neinum þitt notendanafn og lykilorð
Ef einhver þarf aðgang að þínum Payday aðgangi eins og t.d. bókari þá býrð þú til notanda fyrir bókarann í stað þess að veita honum upplýsingar um þitt notendanafn og lykilorð.
Sjá hér hvernig stofna á nýjan notanda: Nýr notandi
Tveggja þátta auðkenning
Til að virkja tveggja þátta auðkenningu þarftu að byrja á því að sækja smáforrit (app) sem heldur utan um auðkenninguna fyrir þig. Þú kveikir á tveggja þátta auðkenningu í Payday undir Stillingar -> Notendur -> smellir á þinn notanda og smellir á virkja við tveggja þátta auðkenningu.
Sjá meira um tveggja þátta auðkenningu hér: Tveggja þátta auðkenning