Þegar verið er að vinna með afstemminguna og búið að stemma af allar færslur á bankareikningi en bankareikningur stemmir ekki eru algengustu atriðin sem þarf að skoða:

  1. Upphafsstaða á bankareikningi er ekki rétt. Upplýsingar um hvernig upphafsstöður eru settar inn má finna í greininni Upphafsstöður.
  2. Færslur eru ójafnaðar. Hægt er að sækja lista yfir ójafnaðar færslur með því að velja punktana þrjá fyrir ofan bankareikninginn og velja "Ójafnaðar færslur". Helstu ástæður fyrir því að færslur eru ójafnaðar eru: 
    1. Ekki er búið að para færsluna við færslu í afstemmingu
    2. Búið er að færa sömu færslu oftar en einu sinni
    3. Færslan er ekki færð á réttan bankareikning

Ef bankareikningurinn stemmir enn ekki eftir að hafa athugað þetta þá getur verið gott að athuga hvenær bankareikningurinn stemmdi síðast með því að stilla af tímabilið í afstemmingunni. Finna þá nákvæmlega þá dags sem bankinn hættir að stemma. Þegar búið er að finna hvenær hann hætti að stemma þá er hægt að skoða þær færslur sem voru gerðar á bankareikninginn frá þeim tíma með því að skoða hreyfingalista fyrir bókhaldslykilinn undir Bókhald > Hreyfingalisti.