Að byrja að nota Payday Bókhald

Avatar

Skrifað af Stefan Gudmundsson

uppfært 3 mánuðum síðan

Þegar byrjað er að nota Payday bókhald færir kerfið þær færslur sem skráðar eru í kerfið frá upphafsdagsetningu bókhalds en hún er stillt undir stillingar-fyrirtæki-bókhald.  


Til að stöður á fjárhagslyklum, viðskiptavinum og lánardrottnum séu réttar þarf að færa inn upphafsstöður  úr eldra kerfi.

Ef upphafsdagsetning er fyrsti dagur uppgjörsársins ( í flestum tilfellum fyrsti janúar ) þarf að færa upphafsstöður á öllum eigna, skulda og eiginfjár lyklum.   Meðal þessara lykla eru viðskiptakröfur og viðskiptaskuldir.   Stöður á hverjum og einum viðskiptavini og lánardrottni þarf að færa inn.

Upphafsstaða er sett inn í kerfið í gegnum dagbók og eru allar upphafsstöður færðar inn á sama fylgiskjalanúmeri og sömu dagsetningu.  Búinn er til ný lína með því að velja +

Ef upphafsdagsetning er á miðju fjárhagsári þarf einnig að færa inn upphafsstöður á öllum tekju og gjaldalyklum en það er gert með sama hætti.


Svaraði þetta spurningunni þinni?