Þegar byrjað er að nota Payday bókhald færir kerfið þær færslur sem skráðar eru í kerfið frá upphafsdagsetningu bókhalds en hún er stillt undir Stillingar > Fyrirtæki > Bókhald.  


Upphafsstöður:

Til að stöður á fjárhagslyklum, viðskiptavinum og lánardrottnum séu réttar þarf að færa inn upphafsstöður úr eldra kerfi.

Byrjum þar á því að smella á Bókhald > Dagbók > Aðgerðir > Bæta við færslu > Skrá opnunarstöður

Ef upphafsdagsetning er fyrsti dagur uppgjörsársins (í flestum tilfellum 1. janúar) þarf að færa upphafsstöður á öllum eigna-, skulda- og eiginfjárlyklum. Meðal þessara lykla eru viðskiptakröfur og viðskiptaskuldir. Stöður á hverjum og einum viðskiptavini og lánardrottni þarf að færa inn.

Upphafsstaða er sett inn í kerfið í gegnum dagbók og eru allar upphafsstöður færðar inn á sama fylgiskjalanúmeri og sömu dagsetningu. Búin er til ný lína með því að velja + táknið.

Ef upphafsdagsetning er á miðju fjárhagsári þarf einnig að færa inn upphafsstöður á öllum tekju- og gjaldalyklum en það er gert með sama hætti.



Innlestur:

Hægt er að lesa inn lista á excel yfir Lánardrottna,Viðskiptavini og vörulista beint inn í Payday.

Innlestur á vörum úr Excel

Innlestur á lánardrottnum úr Excel

Innlestur á viðskiptavinum úr Excel