Allir sem vilja senda reikninga með VSK eða innheimta VSK þurfa að vera með VSK númer hjá skattinum. 

Þeir sem eru með veltu undir 2.000.000 kr. á 12 mánaða tímabili þurfa ekki að skila virðisaukaskatti og þurfa því ekki að skrá sig á virðisaukaskattsskrá.

Þeir sem eru með veltu yfir 2.000.000 kr. á 12 mánaða tímabili skulu skrá sig á virðisaukaskattsskrá og gera upp virðisaukaskatt á ársgrundvelli.

Þeir sem eru með veltu yfir 4.000.000 kr. á 12 mánaða tímabili skulu skrá sig á virðisaukaskattsskrá og gera upp virðisaukaskatt á tveggja mánaða fresti.

Hér má sjá almennar reglur um virðisaukaskattsskylda aðila: https://hjalp.payday.is/article/10-virdisaukaskattur-vsk

Ef viðkomandi er ekki með VSK númer og vill senda reikninga án VSK þá þarf að taka hakið úr að rekstur sé VSK skyldur.

Ef viðkomandi er í "Nettur" áskriftarleiðinni þá þarf að setja inn VSK númerið.

Ef viðkomandi er í "Þéttur" eða "Allur pakkinn" áskriftarleið þá þarf að setja inn veflykil VSK sem þú færð hjá Skattinum. 

Ef viðkomandi vill að Payday sjái um að skila inn VSK skýrslu sjálfvirkt þá þarf að haka í það undir Stillingar -> Fyrirtæki -> VSK. Sjá meira um VSK skil hér: https://hjalp.payday.is/article/22-skil-a-virdisaukaskatti-vsk-skyrslum

Hér að neðan má sjá allar stillingar í Payday sem varða VSK.