Samþætting við Shopify felst í því að stilla upp Shopify viðbót sem tengist við Payday API.

Leiðbeiningar um uppsetningu á samþættingu við Shopify má finna hér.

Shopify - Kennitala viðskiptavinar

Shopify Custom Appið styður að skrá reikning og stofna viðskiptavin út frá kennitölu viðskiptavinar úr Shopify.

Forsendunar eru þær að:

  • Breyta þarf titlinum á dálknum Company í checkout glugganum yfir í td. Kennitala greiðanda inni í Shopify Theme Editor

Bakendi Payday Shopify kerfisins grípur síðan upplýsingar úr þeim dálki og:

  • Leitar hvort það sé til skráður viðskiptavinur inn í Payday með þeirri kennitölu
  • Ef viðskiptavinur finnst inn í Payday:
    • Þá skráist nýji reikningurinn á þann viðskiptavin.
  • Ef viðskiptavinur finnst ekki:
    • Þá stofnast nýr viðskiptavinur inni í Payday með þeirri kennitölu og upplýsingar eru sóttar úr þjóðskrá.
    • Nafn og netfang viðskiptavinar úr Shopify skráist inn sem tengiliður á þann viðskiptavin inn í Payday.
    • Customer Notes frá Shopify færist inn sem athugasemd við viðskiptavin inn í Payday.


Hlutir til þess að hafa í huga

Þrátt fyrir að Payday Shopify bakendinn styður við að sækja kennitölu viðskiptarvina úr Company dálknum úr checkout þá eru nokkrir hlutir sem maður þarf að hafa í huga:

  • Þegar Shopify viðskiptavinur er stofnaður úr Shopify Admin, þá þarf að muna að skrá kennitölu í Company reitinn. Það er ekki hægt að eiga við þann dálk inn í Shopify Admin.  
  • Ef kennitala er skráð röng inn frá viðskiptavini þá mun Payday Shopify bakendinn hunsa það og skrá reikninginn út frá netfangi viðskiptavinar.