Bankaafstemming almennt
Með bankaafstemmingunni er hægt að stemma bankareikninga af jafnóðum og hafa þá rétta. Engin sjálfvirk pörun á sér stað nema að því undanskildu að færslur vegna innborgana á kröfum parast sjálfvirkt við reikninga.
Sækja gögn
Hægt er að tengja banka og Payday saman þannig að færslur úr bankanum færist sjálfkrafa inn. Bankafærslur byrja þó ekki að lesast inn sjálfkrafa fyrr en það er búið að smella einu sinni á "Sækja færslur" með því að smella á punktana þrjá efst í hægra horninu á bankareikningnum. Færslur eru sóttar frá upphafsdagsetningu bókhalds en hana er hægt er að stilla undir Stillingar > Fyrirtæki > Bókhald
Einnig er hægt að hlaða upp Excel skjali úr bankanum með því að smella á punktana þrjá efst í hægra horninu á bankareikningnum og velja "Hlaða upp skjali" eða með því að "drag n' drop-a" skjalinu beint á boxið
Banki vs Payday
Þegar bankaafstemmingin er opnuð og búið að lesa inn færslur sjást tveir dálkar. Á vinstri hlið eru færslur úr bankanum og á þeirri hægri færslur úr Payday. Para þarf saman færslur úr banka við færslur úr Payday. Ef ekki er til færsla til að para við er hægt að færa nýja færslu í hægri dálknum. Hér að neðan er búið að velja saman greiðslu á áður skráðum útgjöldum og seðilgjaldi. Til að para saman færslurnar er græna hakið í miðju valið.
Pörun
Þegar verið er að para saman færslur úr banka og áður bókaðar færslur í kerfinu er hægt að velja fjóra flokka færslna:
- Reikningar: Hér birtast allir sölureikningar sem gefnir hafa verið út í kerfinu og ekki er búið að para í bankaafstemmingu. Þegar ógreiddur reikningur er valinn í listanum þá er bókuð greiðsla á reikningnum og hann fær stöðuna Greiddur ef eftirstöðvar eru 0 kr. Ef greiddur reikningur er valinn þá er þegar búið að bóka greiðsluna og sú greiðsla jöfnuð á móti bankafærslunni en engin bókun á sér stað. Ef ekki er búið að stofna reikninginn er hægt að gera það hér með því að smella á + táknið hægra megin við leitarboxið og mun þá stofnast reikningur ásamt greiðslu sem birtist undir Reikningar.
- Útgjöld: Hér birtast öll þau útgjöld sem skráð hafa verið í gegnum útgjaldasíðuna og ekki er búið að para í bankaafstemmingu. Þegar ógreidd útgjöld eru valin í listanum þá er bókuð greiðsla á útgjöldunum og þau fá stöðuna Greidd. Ef greidd útgjöld eru valin þá er þegar búið að bóka greiðsluna og sú greiðsla jöfnuð á móti bankafærslunni en engin bókun á sér stað. Ef ekki er búið að stofna útgjöldin er hægt að gera það hér með því að smella á + táknið hægra megin við leitarboxið og munu þá stofnast útgjöld ásamt greiðslu sem birtast undir Útgjöld.
- Laun: Hér birtast allar færslur sem verða til við launakeyrslur í kerfinu sem ekki er búið að para í bankaafstemmingu. Þegar færsla í listanum er valin þá er bókuð greiðsla á þessum launatengdu gjöldum. Kerfið stingur upp á pörun sem notandi þarf að staðfesta. Ef það vantar færslur er hægt að leita eftir "Laun" í launaflipanum og þá ættu færslurnar að koma upp
- Annað: Hér birtast allar færslur sem færðar hafa verið á bankareikninginn (þ.e. hreyfingalisti) sem er verið að stemma af sem ekki er búið að para í bankaafstemmingu. Þegar færsla í listanum er valin þá er hún jöfnuð á móti bankafærslunni og engin bókun á sér stað. Ef færslan hefur ekki verið bókuð ennþá þá er hægt að smella á græna + táknið við hliðina á leitarboxinu til að skrá nýja færslu.
Ójafnaðar færslur
Hægt er að sjá ójafnaðar færslur í Payday á hvern bankareikning fyrir sig með því að smella á punktana þrjá við bankareikninginn og "Ójafnaðar færslur".
Helstu ástæður fyrir því að færslur eru ójafnaðar eru:
- Ekki er búið að para færsluna við færslu í afstemmingu
- Búið er að færa sömu færslu oftar en einu sinni
- Færslan er ekki færð á réttan bankareikning
Kennslumyndband
Hér má finna stutt kennslumyndband um hvernig afstemmingin virkar: Kennslumyndband