Þegar innborgun frá erlendum viðskiptavin er bókuð er best að gera það með eftirfarandi hætti. Upprunaleg upphæð reiknings er færð í kredit á viðskiptavin (og viðeigandi sölureikning ef við á) í íslenskum krónum og upphæð sem greidd var inn á bankareikning er einnig færð í íslenskum krónum þó um gjaldeyrisreikning sé að ræða. Mismunurinn er svo færður sem gengishagnaður ef greiðslan var hærri en upprunaleg upphæð reiknings eða gengistap ef hún var lægri.