Við mælum með því að þú nýtir þér tveggja þátta auðkenningu, einnig kallað two factor authentication (2fa) eða multi factor authentication (mfa) á ensku, því það eykur öryggi á aðgangnum þínum.

Til að virkja tveggja þátta auðkenningu þarftu að byrja á því að sækja smáforrit (app) sem heldur utan um auðkenninguna fyrir þig. Hér fyrir neðan eru dæmi um nokkur svona smáforrit sem eru vinsæl.

Google Authenticator
Google Play
App Store

Microsoft Authenticator
Google Play
App Store

LastPass Authenticator
Google Play
App Store

Næst ferð þú í Payday og smellir á Stillingar > Notendur og smellir á þinn notanda og smellir á "Virkja" við tveggja þátta auðkenningu.

Þú notar svo smáforritið til að skanna inn QR kóðann sem kemur upp í Payday og við það kemur upp kóði sem þú slærð inn í Payday. 

Þá hefur tveggja þátta auðkenning verið virkjuð á aðganginn þinn og þú þarft þá í hvert skipti sem þú skráir þig inn í Payday að opna smáforritið og slá inn kóðann á skjánum til að staðfesta innskráningu í Payday.