Breyta núverandi lyklum:

  • Hægt er að breyta núverandi lyklum svo sem nafni.
    • Undir Bókhald > Bókhaldslyklar > Smellir á  pennan á þeim lykli.

Stofna nýja lykla:

  1. Farðu í Bókhald > Bókhaldslyklar.
  2. Smelltu á "Nýr Lykill" efst í hægra horninu til að bæta við nýjum bókhaldslykli.

Eyða eða fela lykla:

  • Hægt er að eyða lyklum ef ekki eru neinar færslur á honum.
    • Hægt er að eyða honum undir Bókhald > Bókhaldslyklar > Smella á ruslatunnuna

  • Ef komnar eru færslur á lykilinn má fela hann:
    • Fara í Bókhald > Bókhaldslyklar > Smella á pennan.
    • Hakar við valkostinn Í Geymslu, sem gerir það að verkum að lykillinn verður falinn í kerfinu en ekki eytt. Þá er ekki hægt að bóka á lykilinn.

Kóði bókhaldslykla:

Inni í hverjum bókhaldslykli er gildi sem kallast Kóði.

Kóðinn stýrir röðun lyklanna í kerfinu. Til dæmis, lyklar sem byrja á 1xxx eru yfirleitt tekjulyklar og lyklar sem byrja á 2xxx eru gjöld o.s.frv..