Payday heldur utan um tölur sem fengnar eru frá stéttarfélögum varðandi félagsgjöld og fleira en þessar upphæðir geta breyst. Við hvetjum því notendur til að fylgjast með að réttar upphæðir séu greiddar.

Hægt er að velja prósentutölur í sjóði (t.d. sjúkrasjóð, orlofssjóð og starfsmenntunarsjóð) undir stillingar->starfsmenn->lífeyrissjóðir og stéttarfélög. Þessar upplýsingar er hægt að nálgast inni á heimasíðum stéttarfélaganna.