Payday heldur utan um framlag og mótframlög lífeyrissjóða en við hvetjum engu að síður notendur til að fylgjast með að upphæðirnar sem sendar eru í skilagreinum séu réttar.
Ef notandi óskar eftir að greiða í viðbótarlífeyrissjóð þarf hann að velja framlag og mótframlag og er það gert þegar sjóðurinn er valinn inn á starfsmannastillingarsíðunni. Frekari upplýsingar um greiðslur í viðbótarlífeyrissjóði er að finna inni á heimasíðum lífeyrissjóðanna.