Undir Stillingar > Fyrirtæki > VSK getur notandi valið hvort vinna hans sé virðisaukaskattskyld og er valmöguleikinn undir formerkjunum "Er fyrirtækjarekstur virðisaukaskattskyldur".
Í ákveðnum tilfellum þurfa einstaklingar sem greiða sér laun fyrir verktakavinnu ekki að standa skil á virðisauka. Dæmi um slík tilfelli er t.d. að öll vinna í heilbrigðisgeiranum er undanskilin virðisauka svo læknar o.fl. sem eingöngu senda reikninga og greiða sér út laun þar sem vinna er undanskilin virðisauka þurfa ekki að hafa þessa stillingu virka. Þegar þessi stilling er ekki valin hverfa allar virðisaukaskattsstillingar úr forminu s.s. veflykill viðrisauka, vsk númer og tíðni skila þar sem þessarra upplýsinga er ekki þörf.