Sniðmátsbreytur

Breyta má sniðmáti fyrir tölvupósta undir Stillingar > Fyrirtæki > Reikningar.  

Hér er listi yfir studdar sniðmátsbreytur:

 • ###COMPANY_NAME### - Nafn rektraraðila
 • ###COMPANY_SSN### - Kennitala rektraraðila
 • ###CUSTOMER_NAME### - Nafn viðskiptavina
 • ###INVOICE_NUMBER### - Númer reikings
 • ###TOTAL_EXCL_VAT### - Upphæð án vsk
 • ###TOTAL_INCL_VAT### - Upphæð með vsk


Nánari upplýsingar

Til þess að nota þessar sniðmátsbreytur í tölvupósti, er nauðsynlegt að bæta þeim við tölvupóstskilaboðin sem þú sendir. 

Þegar þú setur inn sniðmátsbreytu í tölvupóstskilaboðin, mun Payday búa til eintak af skilaboðunum sem innihalda raunverulegar upplýsingar sem byggja á upplýsingunum sem þú gefur upp með sniðmátsbreytunum.

Þú breytir stílsniði tölvupósta undir Stillingar > Fyrirtæki > Reikningar.


Sniðmát

Hér er dæmi um hvernig þú gætir notað sniðmátsbreytur í tölvupóstskilaboðum:

Kæri ###CUSTOMER_NAME###,

Við viljum þakka þér fyrir að hafa verlað við okkur. Hér eru upplýsingar um kaup þín:

 • Fyrirtæki: ###COMPANY_NAME### (###COMPANY_SSN###)
 • Númer reiknings: ###INVOICE_NUMBER###
 • Upphæð án vsk: ###TOTAL_EXCL_VAT###
 • Upphæð með vsk: ###TOTAL_INCL_VAT###

Takk fyrir viðskiptin!


Sendur tölvupóstur

Ofangreind skilaborð verða að tölvupósti sem lítur út :

Kæri Jón Jónsson,

Við viljum þakka þér fyrir að hafa verslað við okkur. Hér eru upplýsingar um kaup þín:

 • Fyrirtæki: Payday ehf. (520417-2570)
 • Númer reiknings: #42
 • Upphæð án vsk: 10.000 kr
 • Upphæð með vsk: 12.400 kr

Takk fyrir viðskiptin!