Hægt er að fella niður kröfu á bak við reikning með því að fara inn í reikninginn í Payday og velja "Fella niður kröfu" undir Aðgerðir flipanum. Þessi aðgerð fellir þá niður kröfuna í netbanka viðskiptavinar þíns en reikningurinn sjálfur stendur enn.
Ef reikningurinn var t.d. greiddur með millifærslu þá er hægt eftir að krafa hefur verið felld niður að merkja reikninginn sem greiddan handvirkt (Aðgerðir > Merkja sem greiddan).
Ef fella þarf niður reikningan þá þarf að kreditfæra hann, fylgdu þá þessum leiðbeiningunum hér.
Ef krafa er greidd getur það tekið um 24 tíma fyrir reiknignin að merkjast sjálfkrafa greiddur.