Þegar innborgun er bókuð frá greiðsluþjónustum (s.s. SaltPay, Rapyd, Valitor, Kass, Aur, Pei, Netgíró, PayPal og fleiri) er það gert með þessum hætti:

Byrja þarf að stofna bókhaldslykil fyrir hverja greiðsluþjónustu

Stofna bókhaldslykil:

Smellt er á bókhald->bókhaldslyklar og nýr bókhaldslykill.

  • Bókhaldslyklinum er gefin nafn og lýsing
  • Valið er Aðrir veltufjármunir (skammtímaeignir) og Viðskiptakröfur (5130) í rsk lykil

Þegar reikningur er svo stofnaður og merktur greiddur er þessi greiðslumáti valinn:

Síðan þegar innborgunin sjálf frá greiðsluþjónustunni á sér stað er hún bókuð með þessum hætti:

Dagbók:

  • Upphæð sem verið er að gera upp fyrir hjá greiðsluþjónustu (þ.e. heildarupphæð sölu) sett í kredit á bókhaldslykilinn fyrir greiðsluþjónustuna
  • Þóknun greiðsluþjónustunnar sett í debet á "Vaxtagjöld og önnur fjármagnsgjöld"
  • Upphæðin sem lögð var inn á bankareikninginn (þ.e. upphæð sölu að frádreginni þóknun) sett í debet á lykilinn fyrir bankareikninginn sem innborgunin kemur inn á


Afstemming:

  • Smellt er á annað og plúsinn (+) til þess að búa til nýja færslu
  • Valin er fjárhagur og svo valitor bókhaldslykillinn
  • Smellt er svo á velja 
  • Smellt er á græna "tékk" merkið í miðjunni til þess að para færslurnar saman