Hægt er að lesa inn færslur í dagbók úr Excel skjali undir Bókhald > Dagbók > Aðgerðir > Hlaða upp skrá. Til verða nýjar færslur í dagbókinni sem hægt er að breyta og bóka. Til að lesa inn Excel skjal þarf skjalið að vera á ákveðnu formi. ATH! Ekki er hægt að lesa inn fleiri en 50 færslur/línur í einu.
Formið er hægt að nálgast hér
Mikilvægt er að þetta form sé notað og ekki séu gerðar neinar breytingar á því.
Færsla nr: Hlaupandi númeraröð innan skjalsins (eingöngu tölustafir leyfilegir). Ef gera á margar línur innan sömu færslu þá er þetta númer það sama. Dagbókin úthlutar svo fylgiskjalanúmerum út frá næsta lausa númeri í kerfinu
Dags. Dagsetning sem færslan bókast á
Lýsing: Textalýsing á færslunni
Tegund: Hér er valin tegund færslu þ.e. 1 = Fjárhagur, bókhaldslykill, 2 = Viðskiptavinir eða 3 = Lánardrottinn
Lykill: Hér er númer bókhaldslykils valið sé um að ræða fjárhagsfærslu (1) eða kennitala ef um er að ræða viðskiptavin eða lánardrottinn (2,3)
Fjárhæð m/vsk: Upphæð með vsk
VSK: Hér er valin sú vsk prósenta sem á að reiknast af færslunni. Tómt eða 0 = 0% vsk, 11 = 11% vsk eða 24 = 24% vsk. Þessi skilgreining á aðeins við um færsluna ekki mótbókunina
Tilvísun: Hér er hægt að setja inn tilvísun svo sem númer reiknings
Mótlykill: Bókhaldslykillinn sem færslar bókast á móti á ef við á
Mikilvægt er að lesa dagbókina vel yfir áður en hún er bókuð svo allt bókist rétt.