Fara á Payday.is

Greiðslumátar fyrir útgjöld:

Þegar greiðslur á t.d. útgjöldum eru færðar er hægt að velja um mismunandi greiðslumáta. Í upphafi eru nokkrir greiðslumátar skilgreindir þ.e. þeir bankareikningar sem búið er að setja upp, kreditkort og skuld við eiganda.

Til að búa til nýjan greiðslumáta er nýr bókhaldslykill stofnaður sjá meðfylgjandi https://hjalp.payday.is/article/50-bokhaldslyklar-stofna-breyta-eyda-eda-fela

Til að nýi bókhaldslykillinn komi upp sem greiðslumáti er nauðsynlegt að haka við "Nota fyrir greiðslur".


Greiðslumátar fyrir reikninga:

Hægt er að vera með mismunandi greiðslumáta við greiðslu reikninga t.d. helmingur var greiddur með pening og helmingur með kreditkorti. Þá þarf að stofna nýjan bókhaldslykil. Það er gert með því að smella á Bókhald > Bókhaldslyklar og Nýr lykill.

Gefðu bókhaldslyklinum skýrt nafn og lýsingu. Veldu síðan tegundina "Aðrir veltufjármunir (skammtímaeignir)" og RSK lykilinn "Viðskiptakröfur (5130)".

Passa þarf að haka við "Tekur á móti greiðslum" svo þessi bókhaldslykill taki við greiðslum.


Þegar reikningur er svo gerður er hann ekki merktur strax sem greiddur heldur stofnaður. 

Þegar það er búið að stofna reikninginn er smellt á hann->Aðgerðir og Merkja reikning sem greiddann.

Þá er hægt að velja úr greiðslumátum og hægt að hafa fleiri en einn greiðslumáta.