Afstemming

Avatar

Skrifað af Bjorn Hr Bjornsson

uppfært 6 mánuðum síðan

Bankaafstemming almennt

Með bankaafstemmingunni er hægt að stemma bankareikninga af jafnóðum og hafa þá rétta. Um er að ræða fyrstu útgáfu af bankaafstemmingunni og því ekki allir möguleikar orðnir virkir. Eins gætu leynst einhverjar villur. Má þar nefna að ef færsla af bankareikningi er tvíbókuð kemur það ekki sérstaklega fram, aðeins að mismunur sé á stöðu banka og kerfinu. Í þessari fyrstu útgáfu er ekki sjálfvirk pörun á færslum nema að því undanskildu að færslur vegna innborgana á kröfum parast sjálfvirkt við reikninga.

Sækja gögn

Hægt er að tengja banka og Payday saman þannig að færslur úr bankanum færist sjálfkrafa inn. Bankafærslur byrja þó ekki að lesast inn sjálfkrafa fyrr en það er búið að smella á einu sinni á "Sækja færslur" með því að smella á punktana þrjá efst í hægra horninu á bankareikningnum. Færslur eru sóttar frá upphafsdagsetningu bókhalds en hana er hægt er að stilla undir Stillingar > Fyrirtæki > Bókhald

Einnig er hægt að hlaða upp Excel skjali úr bankanum með því að smella á punktana þrjá efst í hægra horninu á bankareikningnum og velja "Hlaða upp skjali" eða með því að drag n' drop-a skjalinu beint á boxið

Banki vs. Payday

Þegar bankaafstemmingin er opnuð og búið að lesa inn færslur sjást tveir dálkar. Á vinstri hlið eru færslur úr bankanum og á þeirri hægri færslur úr Payday. Para þarf saman færslur úr banka við færslur úr Payday. Ef ekki er til færsla til að para við er hægt að færa nýja færslu í hægri dálknum. Hér að neðan er búið að velja saman greiðslu á áður skráðum útgjöldum og seðilgjaldi. Til að para saman færslurnar er græna hakið í miðju valið.Pörun

Þegar verið er að para saman færslur úr banka og áður bókaðar færslur í kerfinu er hægt að velja fjóra flokka færslna:

  • Reikningar:  Hér birtast allir reikningar sem gefnir hafa verið út í kerfinu og ekki er búið að para í bankaafstemmingu.
  • Útgjöld: Hér birtast öll þau útgjöld sem skráð hafa verið  í gegnum útgjaldasíðuna og ekki er búið að para í bankaafstemmingu.  Ef ekki er búið að færa útgjöldin er hægt að færa þau með því að velja +


  • Laun: Hér birtast allar færslur sem verða til við launakeyrslur í kerfinu sem ekki er búið að para í bankaafstemmingu.
  • Annað: Í gegnum þessa aðgerð er hægt að færa færslur hvort sem er á banka, bókhaldslykla, viðskiptamenn og lánardrottna.

Svaraði þetta spurningunni þinni?