Gjöld bókuð

Þegar gjöld er færð þarf að velja gjaldalykil. Mótlykillinn fer svo eftir því hvort gjöldin hafi verið staðgreidd eða færð til skuldar á lánardrottinn. Meðfylgjandi eru dæmi um hvort tveggja:

Tekjur bókaðar 

Sama á við hér, tekjulykill er valinn. Mótlykillinn fer svo eftir því hvort tekjurnar hafi verið staðgreiddar eða færðar á viðskiptavin. Meðfylgjandi eru dæmi um hvort tveggja:

Innborgun frá viðskiptavini 

Þegar innborgun frá viðskiptavini er bókuð þarf að merkja hvaða reikning er verið að greiða.

Greiðsla á reikningi frá birgja

Með sama hætti þarf að velja hvaða reikning er verið að greiða þegar greiðsla til birgja er færð.

Útlagður kostnaður af eiganda/lán frá eiganda

Þegar verið er að bóka kostnað sem var lagt út fyrir af eiganda er gott að halda utan um það á sérstökum bókhaldslykli. Stofna þarf lykilinn og haka við "Nota fyrir greiðslur". Þá er búið að búa til greiðslumáta.

Bóka VSK og toll af innflutningi

Hér að neðan er dæmi um bókun vegna gjalda sem falla til við innflutning.


Bóka fjármagnstekjuskatt og innvexti

Fjármagnstekjuskattur:

Þegar bókað er fjármagnstekjuskatt er fært í debet á fjármagnstekjuskattur af vöxtum (lykill 3920) og á móti er valin bankareikningur

Innvextir: 

Þegar innvextir eru bókaðir er bókað í debet á bankareikning og á móti er valið Vaxtatekjur og aðrar fjármunatekjur (lykill 1390)