Samþætting við Shopify felst í því að stilla upp Shopify viðbót sem tengist við Payday API.

Leiðbeiningar um uppsetningu á samþættingu við Shopify má finna hér.

Shopify - Kennitala viðskiptavinar

Payday Shopify Appið styður að stofna viðskiptavin or reikning í Payday út frá kennitölu viðskiptavinar úr Shopify.

Forsendunar eru þær að:

  • Company dálkurinn sé bættur við í Shopify checkout gluggann. (Sjá leiðbeiningar hér að neðan)
  • Breyta textanum í Company dálknum yfir í t.d. Kennitala í Shopify checkout glugganum. (Sjá leiðbeiningar hér að neðan)

Bakendi Payday Shopify kerfisins grípur síðan upplýsingar úr þeim dálki og:

  • Leitar hvort það sé til skráður viðskiptavinur inn í Payday með þeirri kennitölu
  • Ef viðskiptavinur finnst inn í Payday:
    • Þá skráist nýji reikningurinn á þann viðskiptavin.
  • Ef viðskiptavinur finnst ekki:
    • Þá stofnast nýr viðskiptavinur inni í Payday með þeirri kennitölu og upplýsingar eru sóttar úr þjóðskrá.
    • Nafn og netfang viðskiptavinar úr Shopify skráist inn sem tengiliður á þann viðskiptavin inn í Payday.
    • Customer Notes frá Shopify færist inn sem athugasemd við viðskiptavin inn í Payday.

Hvernig á bæta við Company dálkinn í Shopify checkout gluggann:

  1. Opnaðu Shopify Admin
  2. Smelltu á Settings
  3. Smelltu á Checkout
  4. Skrollaðu niður í Customer information,
  5. Hakaðu við annaðhvort Optional eða Required (Við mælum með að hafa það Optional)

Hvernig á að breyta textanum í Company dálknum:

  1. Opnaðu Shopify Admin
  2. Smelltu á Online Store
  3. Smelltu á Themes
  4. Smelltu á takkan með þrjá punkta við hliðina á Customize takkann
  5. Smelltu á Edit default theme content
  6. Smelltu á leitarsíuna og skrifaðu "Company"
  7. Skolaðu niður í Checkout contact
  8. Breyttu textanum í Company label dálknum í t.d. Kennitala
  9. Breyttu textanum í Optional company label dálknum í t.d. Kennitala (valkvæð)
  10. Undir Accounts (classic) breyttu textanum í Company label dálknum í t.d. Kennitala

Hlutir til þess að hafa í huga

Þrátt fyrir að Payday Shopify bakendinn styður við að sækja kennitölu viðskiptarvina úr Company dálknum úr checkout þá eru nokkrir hlutir sem maður þarf að hafa í huga:

  • Þegar Shopify viðskiptavinur er stofnaður úr Shopify Admin, þá þarf að muna að skrá kennitölu í Company reitinn. Það er ekki hægt að eiga við þann dálk inn í Shopify Admin undir t.d. New Order glugganum.
  • Ef kennitala er skráð röng inn frá viðskiptavini þá mun Payday Shopify bakendinn hunsa það og skrá reikninginn út frá netfangi viðskiptavinar.