Dagbók er notuð til að færa þær færslur sem kerfið færir ekki sjálfvirkt eða ekki eru færðar í gegnum útgjaldasíðuna. Hægt er til dæmis að færa útgjöld og greiðslur á þeim í gegnum útgjaldasíðu sem mælt er með eða í gegnum dagbók.  

Dagbók er einkum notuð þar sem einungis er að ræða greiðslu á kröfu sem áður hefur verið færð í kerfinu.

Kerfið úthlutar hverri færslu einhvæmu færslunúmeri.

Hægt er að bæta við línum á færslu með því að smella á + táknið.

Með því að velja bréfaklemmuna er hægt að hengja skrá, t.d. mynd af reikningi við færsluna.

Ný færsla er svo búinn til með því að velja "+ Bæta við færslu" neðst á síðunni