Einungis er hægt að breyta, bakfæra, taka út eða eyða reikningum sem ekki hafa verið sendir. Eftir að reikningur hefur verið stofnaður þarf að kreditfæra reikninginn og við það verður til kreditreikningur sem sendur er á viðskiptavin þinn. Ástæðan fyrir þessu er að Payday uppfyllir reglugerð um rafræna reikninga og þar kemur fram að ekki megi eyða reikningum sem hafa verið stofnaðir og fengið númer. 

Grein um hvernig skal kreditfæra reikning: Kreditfæra reikning