Ef krafan var stofnuð á bakvið reikning þá merkist reikningurinn sjálfkrafa greiddur í Payday þegar krafan er greidd. Ef hún var greidd eftir kl. 21 eða um helgi (hjá Íslandsbanka og Arion banka) þá fáum við ekki upplýsingar um greiðsluna fyrr en að kvöldi næsta bankadags.

Hins vegar ef krafa var ekki greidd heldur var millifært beint inná reikning þá þarf að fella niður kröfuna í Payday (Aðgerðir -> Fella niður kröfu) og því næst er hann merktur greiddur handvirkt (Aðgerðir -> Merkja sem greiddur).

Reikningar sem ekki eru með kröfu á bakvið sig þarf að merkja handvirkt sem greidda með því að fara inn í reikninginn og velja Aðgerðir -> Merkja sem greiddur. Sömuleiðis er hægt að merkja reikninga greidda í gegnum Dagbók eða Afstemmingu.

Tengdar greinar

Fella niður kröfu og/eða merkja sem greidda
Hvernig veit ég hvort viðskiptavinur hafi greitt reikning sem ég stofnaði?