Hver einstaklingur og hvert félag getur átt allt að fjóra veflykla. Annars vegar eru það almennir lyklar, sem eru aðalveflykill og skilalykill fagaðila. Hins vegar sérlyklar til nota í atvinnurekstri, fyrir rafræn skil á staðgreiðslu og virðisaukaskatti. Þeir nýtast að auki til rafrænna skila á öðrum gjöldum og sköttum, s.s. fjársýsluskatti, tryggingagjaldi, fjármagnstekjuskatti og gistináttaskatti.
Veflyklar sem Payday notar fyrir rafræn skil eru veflykill VSK og veflykill staðgreiðslu.
Sjá meira á vefsíðu Skattsins hér.