Bóka greiðslur milli reikninga
Smellt er á annað til hægri við hlið bankafærslunnar og síðann á plúsinn (+) til þess að búa til nýja færslu í Payday.
Valið er fjárhagur í Tegund og síðan mótlykill í dálknum Lykill, þ.e. hinn bankareikningurinn á móti.
Síðan til að afstemma seinni bankareikning er hann valinn í afstemmingu, Passa þarf að hakað sé í nei í bara óparað. Smellt er á annað og færslan fundin sem búin var til áðan. Smellt á hana og parað saman.
Bóka innborgun á kreditkort
Smellt er á annað til hægri við hlið bankafærslunar og síðan smellt á plúsinn (+) til þess að búa til nýja færslu í Payday.
Valið er fjárhagur í tegund og síðan í dálknum lykill er valið Kreditkort (4200)
Greiðsla á VSK uppgjöri
Þegar VSK uppgjör er greitt kemur kerfið með tillögu að pörun í afstemmingunni. Aðeins þarf að staðfesta tillöguna með því að smella á græna tékk merkið í miðjunni.
Greiðslur á launum og launatengdum gjöldum
Þegar laun og launatengd gjöld eru greidd kemur kerfið með tillögu að pörun. Aðeins þarf að staðfesta tillöguna með því að smella á græna tékk merkið í miðjunni.