Þegar innborgun er bókuð frá greiðsluþjónustum (s.s. SaltPay, Rapyd, Valitor, Kass, Aur, Pei, Netgíró, PayPal og fleiri) er það gert með þessum hætti:

  • Upphæð sem verið er að gera upp fyrir hjá greiðsluþjónustu (þ.e. heildarupphæð sölu) sett í kredit á bókhaldslykilinn fyrir greiðsluþjónustuna
  • Þóknun greiðsluþjónustunnar sett í debet á "Vaxtagjöld og önnur fjármagnsgjöld"
  • Upphæðin sem lögð var inn á bankareikninginn (þ.e. upphæð sölu að frádreginni þóknun) sett í debet á lykilinn fyrir bankareikninginn sem innborgunin kemur inn á