Þegar verið er að bóka kostnað sem er útlagður af eiganda er gott að halda utan um það á sérstökum bókhaldslykli.
Þessi bókhaldslykill er nú þegar til í kerfinu með nafnið "Skuld við eiganda" (4460).
Þegar útgjöld eru bókuð er þá þessi lykill valinn sem greiðslumáti.
Ef að eigandi lánar fyrirtæki er það bókað í gegnum dagbók.
Bókað er þá á Skuld við eiganda (4460) í kredit og á móti þann bankareikning sem lagt var inn á.