Þegar búið er að skila skattframtali og ársreikningi þarf að loka árinu.

Byrja skal á því að núlla alla rekstrarlykla (rekstrarreikning) og færa niðurstöðu ársins yfir á óráðstafað eigið fé.

Farið er í Bókhald > Dagbók og smellt á Aðgerðir > Bæta við færslu > Loka fjárhagsári

Við þessa aðgerð verður til dagbókarfærsla sem núllar alla rekstrarlykla og færir mismuninn á óráðstafað eigið fé.

 

Þegar búið er að stemma dagbókina af miðað við skattframtal/ársreikning er dagbókin bókuð. Við bókunina lokast á að hægt sé að bóka á viðkomandi fjárhagsár.

Þegar prófjöfnuður undir bókhald->prófjöfnuður er svo skoðaður er hægt að haka í "taka með lokunarstöður" til að fá réttar stöður í lok árs.


Upplýsingar um hvernig á að opna aftur á bókanir á tímabilinu má finna hér: Opna/loka fjárhagsári