Tryggingagjald er gjald sem launagreiðendum ber að greiða af launum launamanna sinna á tekjuári og eftir atvikum af eigin reiknuðu endurgjaldi. Gjaldið er almennt innheimt með staðgreiðslu og skiptist í tryggingagjald og atvinnutryggingagjald.
Tryggingagjaldi skal skila mánaðarlega til innheimtumanna ríkissjóðs.
Gjaldið getur breyst á milli ára en eins og staðan er núna er það 6,35%
Frekari upplýsingar um tryggingagjald er að finna á síðu Skattsins:
https://www.rsk.is/atvinnurekstur/skattar-og-gjold/tryggingagjald/