Um SalesCloud samþættinguna

Samþætting við SalesCloud felst í því að stilla upp SalesCloud App sem tengist við Payday.

Helstu eiginleikar viðbótarinnar

  • Pantanir úr SalesCloud færast beint inn í færslubók
  • Sölur í reikning í SalesCloud safnast saman inn á reikning í drögum fyrir viðkomandi viðskiptavin í Payday
  • Kerfin samstillast einu sinni á dag
  • Byrja þarf á að hafa samband við SalesCloud til að setja upp Payday appið í SalesCloud


Forkröfur til þess tengjast Payday með SalesCloud

  • Viðskiptavinur þarf að vera skráður í Allur pakkinn.


Setja upp samþættingu við SalesCloud

1. Farðu í Stillingar > Fyrirtæki > Samþættingar í Payday og smelltu á Bæta við


2. Veldu SalesCloud undir Tegund tengingar

ATH! Afritaðu ClientID og ClientSecret áður en þú staðfestir. Þú þarft á þeim upplýsingum að halda í næsta skrefi.


Undir Stillingar flipanum getur þú valið frá hvaða dagsetningu þú vilt byrja að lesa inn færslur (dagsetningin í dag er sett sjálfkrafa).


3. Hafðu samband við SalesCloud til þess að SalesCloud geti stillt upp Payday appinu


4. Sláðu inn ClientID og ClientSecret frá skrefinu hér á undan í reitina og veldu Production sem API Endpoint. Smelltu að lokum á Install.

Núna ertu búinn að stofna tengingu á milli Payday og SalesCloud. Núna þarftu að stilla samþættinguna.


5. Farðu aftur í Stillingar > Fyrirtæki > Samþættingar í Payday og smelltu á samþættinguna sem þú varst að stofna.

Í glugganum veldu Stillingar og paraðu saman greiðslumátana í SalesCloud við viðeigandi bókhaldlykla í Payday. 

ATH! Það getur tekið nokkrar sekúndur fyrir Payday að sækja upplýsingar úr SalesCloud. Það gæti líka þurft að loka og síðan opna gluggann aftur til þess að fá upp listann.

Að lokum þarftu að smella á Staðfesta svo að breytingarnar vistist.

Til hamingju! Núna ertu búinn að setja upp nýja samþættingu við SalesCloud.Stofna bókhaldslykil í Payday 

Ef þú vilt að greiðslur með ákveðnum greiðslumáta í SalesCloud fari á sér bókhaldslykli í Payday þá þarftu að stofna nýjan bókhaldslykil inni í Payday.

Ráðlegt er að hafa einn bókhaldslykil fyrir hvern greiðslumáta. 

Til að stofna bókhaldslykil þá ferðu undir Bókhald > Bókhaldslyklar og smellir á Nýr lykill.


Til þess að stofna bókhaldlykil sem mun birtast í stillingunum fyrir samþættinguna undir Stillingar > Fyrirtæki > Samþættingar þá þarftu að haka við Tekur á móti greiðslum.

Smelltu að lokum á Vista. 


Sölur í reikning í SalesCloud

Sumir viðskiptavinir vilja vera í reikningsviðskiptum og fá reikning t.d. einu sinni í mánuði. Þegar sala er gerð í reikning í SalesCloud þá verður til reikningur í drögum á viðkomandi viðskiptavin í Payday. Ef að það er þegar til reikningur í drögum fyrir viðskiptavininn þá er bætt inn á þann reikning. Reikninginn þarf svo að senda handvirkt inni í Payday.


Ef þig vantar frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur á hjalp@payday.is