Persónuafsláttur: Hvað er það og hvernig virkar hann?
Persónuafsláttur er mánaðarleg upphæð sem er notuð til að lækka skattgreiðslur einstaklinga. Þessi afsláttur er reiknaður á móti staðgreiðslu skattsins, sem þýðir að hann dregst frá þeirri fjárhæð sem þú þarft að greiða í skatt á hverjum mánuði. Upphæðin sem fæst í persónuafslátt getur breyst árlega, eftir ákvörðun ríkisins.
Persónuafsláttur ársins 2024:
- Ársupphæð: 779.112 kr.
- Mánaðarupphæð: 64.926 kr.
Þetta þýðir að á hverjum mánuði er 64.926 kr. dregið frá sköttum sem þú þarf annars að greiða.
Stilling persónuafsláttar í Payday:
Til að stilla persónuafslátt í Payday, skuluð þið fara í:
- Stillingar -> Starfsmenn -> Laun
Frekari upplýsingar:
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um persónuafslátt, er gott að skoða upplýsingar á vefsíðu Skattsins.
Sjá hér: https://www.rsk.is/einstaklingar/stadgreidsla/personuafslattur