Nýr lánardrottinn er stofnaður með því að velja hnappinn í hægra horninu undir Bókhald > Lánardrottnar. Þar er valið hvort um sé að ræða einstakling eða fyrirtæki. Skrifað er nafn eða kennitala og sækir þá kerfið viðkomandi upplýsingar í þjóðskrá eða fyrirtækjaskrá. Ef um erlendan aðila er að ræða sem ekki hefur íslenska kennitölu er valið Annað.
Hægt er að eyða út lánardrottni ef ekki er komin nein færsla á hann.