Lista yfir allar færslur sem færðar hafa verið í bókhaldinu má finna undir Bókhald > Færslubók.

Í færslubók sjást allar bókaðar færslur í kerfinu hvort sem kerfið hefur fært þær sjálft eða þær hafa verið færðar í gegnum útgjaldasíðu eða í gegnum dagbók. Hægt er að velja tímabil sem á að skoða og flytja gögnin út í Excel eða sem pdf skjal.

Með því að velja augað má sjá á hvaða fjárhagslykla færslan var færð

Ef færsla er rangt færð er hægt að leiðrétta hana með því að velja X. Við það verður til alveg eins færsla og sú sem á að leiðrétta nema með öfugum formerkjum.