Ef engar launakeyrslur hafa verið gerðar á tímabilinu og notandi hefur áður gert launakeyrslu í kerfinu býður kerfið upp á að skila inn rafrænum núllskýrslum fyrir staðgreiðslu. Notandi þarf því ekki lengur að sjá um að skila inn eyðublaði (5.12) til RSK.
Núllskýrslur sendast ekki inn sjálfkrafa heldur þarf notandi að gefa samþykki fyrir því í hvert sinn og fær sendan tölvupóst því til áminningar. Tilkynning um þetta kemur einnig fram á mælaborðinu. Þessu þarf að ganga frá fyrir 13. hvers mánaðar áður en skýrslur eru sendar á Skattinn.
Ef notandi hefur ekki gert launakeyrslu í kerfinu eða var of sein/n að samþykkja núllskýrslu þá er hægt að gera núllskýrslu með þessum hætti:
Ný launakeyrsla gerð og 0kr sett í upphæð mánaðarlauna. síðan er launakeyrsla stofnuð og núllskýrsla verður þá send inn til RSK.